Um sendingarmáta og verð


Við leggjum áherslu á að fara með sendingar í póst alla virka daga* og nýtum þjónustu Póstsins. Bendum á að hægt er að sækja pantanir í Hamraborg 9 á opnunartíma stofunnar (almennt er það 9:00-17:00 virka daga).

Á höfuðborgarsvæðinu keyrum við sjálf út pantanir, yfirleitt ekki síðar en einum virkum degi eftir pöntun, en einnig er í boði að fá sendingar með Póstinum. 

Á höfuðborgarsvæðinu er frí heimsending á pöntunum yfir 5.000 kr. en 6.500 kr. ef þjónusta Póstsins er notuð, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Fyrir minni pantanir kostar sending á pósthús 990 kr. og heimsending 1.400 kr.

Flestar sendingar okkar fara frá okkur í pokum sem eru niðurbrjótanlegir en við vinnum jafnframt í því að klára aðra poka sem við eigum þegar þeir henta. Stundum sendum við pakka frá okkur í kössum og með bubbluplasti ef á þarf að halda en það kemur allt úr sendingum sem okkur hafa borist og er því endurnýtt. 

*Nema þegar stofan er lokuð til dæmis vegna jóla- eða sumarfría.