Mühle - Raksett - SOPHIST - Horn - Silvertip greifingjahár

Mühle

Mühle - Raksett - SOPHIST - Horn - Silvertip greifingjahár

Regular price 42.500 kr
Unit price  per 

Eins og nafnið Sophist gefur til kynna er þessi lína frá Mühle fáguð og falleg enda löngu orðin klassísk.

Ósvikið horn hefur verið notað í skrautmuni um aldir. Vanda þarf til verka þegar horn er notað í muni sem þessa, allt frá því að velja vel þau horn sem henta yfir í að móta þau og fínpússa. Þar sem um náttúrulegan efnivið er að ræða er hvert sett einstakt þar sem litirnir flæða frá hvítu yfir í ljósbrúnan og áfram í dökk brúnan.

Silvertip greifingjahárin eru fínustu hárin af greifingjum, sérvalin í hárknippin sem eru handunnin. Þetta dýrmæta náttúrulega efni er einkar mjúkt og sveigjanlegt.

Hér má sjá alla bursta með Silvertip greifingjahárum og lesa nánar um þau.